Kína gefur tvo milljarða bóluefnaskammta

Xi Jinping, forseti Kína.
Xi Jinping, forseti Kína. AFP

For­seti Kína, Xi Jin­ping, seg­ir að Kína stefni á að gefa tvo millj­arða skammta af Covid-19 bólu­efni í gegn­um alþjóðlega bólu­efna­sam­starfið CO­VAX sem sér um dreif­ingu á efn­um til fá­tæk­ari ríkja.

Þá sagði Jin­ping að Kína myndi gefa bólu­efna­sam­starf­inu 100 millj­ón­ir Banda­ríkja­dala, eða um 12,5 millj­arða ís­lenskra króna. Þá hef­ur Jin­ping áður lofað að gefa þró­un­ar­ríkj­um þrjá millj­arða Banda­ríkja­dala, eða um 375 millj­arða ís­lenskra króna. Fjár­mun­irn­ir eiga að aðstoða þró­un­ar­rík­in í að ná sér á strik eft­ir fé­lags­leg og efna­hags­leg áhrif veirunn­ar.

Í síðustu viku greindi talsmaður kín­verska ut­an­rík­is­ráðuneyt­is­ins að ríkið hafi nú þegar veitt meira en 700 millj­ón­ir skammta af bólu­efni til annarra landa frá ára­mót­um.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert
Loka