Heilbrigðisyfirvöld Bandaríkjanna vara við því að virkni bóluefna við kórónuveirunni fari dvínandi.
Þetta segir í yfirlýsingu sem gefin var út rétt í þessu, þar sem þau heimila að allir Bandaríkjamenn geti fengið örvunarskammta frá og með 20. september, svo lengi sem átta mánuðir séu liðnir frá því viðkomandi voru bólusettir.
„Fyrirliggjandi gögn sýna það skýrt að vörn gegn smiti byrjar að veikjast í kjölfar fyrstu bóluefnaskammtanna, og samhliða aukinni útbreiðslu Delta-afbrigðisins þá erum við farin að sjá merki um skerta vörn gegn mildum og meðallagsveikindum,“ segir í yfirlýsingunni.
„Við komumst að þeirri niðurstöðu að örvunarskammta sé þörf til að hámarka vörn af völdum bóluefna og framlengja virkni þeirra.“