Danmörk afléttir öllum takmörkunum 10. september

María krónprinsessa Dana í gleðigöngu Danmerkur síðustu helgi.
María krónprinsessa Dana í gleðigöngu Danmerkur síðustu helgi. AFP

Yfirvöld í Danmörku munu aflétta öllum sóttvarnatakmörkunum innanlands þann 10. september. Þau segja samfélaginu ekki lengur stafa ógn af farsóttinni í ljósi góðrar þátttöku í bólusetningum. Ríflega 70% Dana eru nú fullbólusettir.

Magnus Heunicke, heilbrigðisráðherra Danmerkur, segir að samfélagið hafi náð stjórn á faraldrinum þökk sé bólusetningum. Það þýði þó ekki að faraldurinn sé yfirstaðinn og ítrekar að ríkisstjórnin muni vera fljót að bregðast við hóti veiran að lama „grundvallarstoðir samfélagsins.“

Danmörk hefur hægt og rólega verið að aflétta takmörkunum innanlands en 10. september verður smiðshöggið rekið þegar skemmtistaðir opna. Auk þess verður þá hætt að krefja fólk um bólusetningarvottorð eða annað eins við komu á kaffihús, veitingastaði og á hárgreiðslustofum. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert