Hershöfðingjar vara við nýrri hryðjuverkaárás

Joe Biden Bandaríkjaforseti á blaðamannafundi í dag.
Joe Biden Bandaríkjaforseti á blaðamannafundi í dag. AFP

Bandarískir hershöfðingjar telja að önnur hryðjuverkaárás í líkingu við þá sem var gerð á flugvellinum í Kabúl fyrr í vikunni sé „mjög líkleg á  næstu 24 til 36 klukkustundum”. Joe Biden Bandaríkjaforseti greindi frá þessu.

„Ástandið á jörðu niðri heldur áfram að vera mjög hættulegt og ógnin vegna hryðjuverkaárásar á flugvellinum er enn mjög mikil. Hershöfðingjar mínir hafa tjáð mér að árás sé líkleg á næstu 24 til 36 klukkustundum,” sagði Biden.

Allt að 170 manns eru látnir eftir árásina á flugvelinum. 

Afganar í biðröð við flugvöllinn í Kabúl í dag eftir …
Afganar í biðröð við flugvöllinn í Kabúl í dag eftir því að komast út úr landinu. AFP

Bandaríkin drápu fyrr í dag tvo háttsetta meðlimi Ríkis íslams í drónaárás. Hún var gerð í tengslum við sjálfsvígssprengingarnar tvær sem voru gerðar á flugvellinum í Kabúl.

Biden bætti því við í yfirlýsingu sinni að drónaárásin væri ekki sú síðasta úr herbúðum Bandaríkjahers í tengslum árásina í Kabúl.  

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert