Tveir látnir eftir bólusetningu með spilltu efni

Sprauta og lyfjaglas með bóluefni Moderna.
Sprauta og lyfjaglas með bóluefni Moderna. AFP

Tveir menn á fertugsaldri hafa látist í Japan í kjölfar bólusetninga með skömmtum af Moderna-bóluefninu, sem talið er að hafi innihaldið aðskotaefni. Yfirvöld í Japan tóku heila framleiðslulotu af efninu úr umferð síðastliðinn fimmtudag eftir að grunur vaknaði um að aðskotaefni væri í skömmtunum.

Ekki hefur tekist að staðfesta orsakasamhengi milli andlátanna og bóluefnisins en frekari rannsókna er þörf. Sem stendur bendir ekkert til þess að mengunin hafi komið til með saknæmum hætti. 

Haft er eftir heilbrigðisráðherra Japan, Norihisa Tamura, í Japan Times að málið verði rannsakað niður í kjölinn: „Við viljum að sérfræðingar geti rannsakað undir hvaða kringumstæðum andlátin báru að og hvort orsakasamhengi hafi verið milli þeirra og bólusetninganna.“

Heilbrigðisyfirvöld í Japan segjast hafa fundið aðskotaefni í 39 ónotuðum skömmtum af bóluefni í fimm mismunandi bólusetningamiðstöðvum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert