„Viturleg ákvörðun og sú besta fyrir Bandaríkin“

Joe Biden Bandaríkjaforseti varði ákvörðun um að hafa kallað bandaríska hermenn heim frá Afganistan í ávarpi í gærkvöldi. Hann sagðist hafa tekið ábyrgð á ákvörðuninni. Um væri að ræða tímamót í utanríkismálum Bandaríkjanna sem myndu framvegis treysta á minna hervald.

Biden ávarpaði bandarísku þjóðina í gær, sólarhring eftir að síðustu bandarísku hermennirnir voru fluttir heim. „Þetta er rétta ákvörðunin, þetta er viturleg ákvörðun og sú besta fyrir Bandaríkin,“ sagði Biden. 

Hann ávarpaði þjóð sína eftir að Sameinuðu þjóðirnar vöruðu við yfirvofandi „mannlegum hamförum“ í Afganistan vegna yfirtöku talíbana þar í landi.

Biden hélt því fram í gær að Bandaríkjunum hafi staðið afarkostir til boða, að yfirgefa Afganistan eða auka við heraflann þar.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert