Hópslagsmál víða í Lundi í Svíþjóð

Að minnsta kosti átta særðust eftir óeirðir fyrir utan sjúkrahús …
Að minnsta kosti átta særðust eftir óeirðir fyrir utan sjúkrahús í Lundi í Svíþjóð í dag. AFP

Að minnsta kosti átta særðust eftir hópslagsmál fyrir utan sjúkrahús í Lundi í Svíþjóð í dag.

Slagsmálin brutust út á nokkrum stöðum í borginni en þau fyrstu voru á lestarstöð sem lögreglan rannsakar nú sem tilraun til manndráps.

Þá tóku um 50 til 60 manns þátt í slagsmálunum fyrir utan sjúkrahúsið, að minnsta kosti átta særðust og einn var handtekinn þar.

Að sögn lögreglu er um deilur á milli tveggja fjölskyldna að ræða en hún vildi ekki veita frekari upplýsingar að svo stöddu.

Frétt á vef SVT.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert