Útlit fyrir vinstri stjórn í Noregi

Jonas Gahr Støre, formaður norska Verkamannaflokksins, gæti myndað ríkisstjórn með …
Jonas Gahr Støre, formaður norska Verkamannaflokksins, gæti myndað ríkisstjórn með Miðflokknum og Framfaraflokknum miðað við fyrstu tölur. AFP

Verkamannaflokkurinn slær Hægriflokknum við ef marka má fyrstu tölur í kosningum til Stórþingsins í Noregi. Fari svo mun átta ára valdatímabil Hægriflokks Ernu Solberg forsætisráðherra renna sitt skeið. 

Yfir 78% atkvæða hafa verið talin og benda fyrstu tölur til þess að Verkamannaflokkurinn fái 26,2% fylgi, Hægriflokkurinn 20,5%, Miðflokkurinn 14,0% Framfaraflokkurinn 11,6% og Sósíalistaflokkurinn 7,6% en fjórir flokkar standa í 4-5%.

Jonas Gahr Støre líklegt forsætisráðherraefni

Þetta þýðir að 99 þingsæti falla Verkamannaflokknum í skaut en 69 þingsæti fara til Hægriflokksins.

Miðað við þessar tölur er líklegt að Jonas Gahr Støre, formaður Verkamannaflokksins, nái að mynda ríkisstjórn með Miðflokknum og Sósíalíska vinstriflokknum, en til þess þurfa flokkarnir að ná 85 þingsætum. Flokkarnir voru áður saman í stjórn á árunum 2005-2013.

Samanlagt ná vinstriflokkarnir 99 sætum ef Græningjar og Rauði flokkurinn er meðtalinn samkvæmt umfjöllun NRK.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert