Mark Milley, formaður herráðs Bandaríkjanna, fann sig knúinn til að setja sig tvívegis í samband við kollega sinn í kínverska hernum, þar sem honum þótti Donald Trump, þáverandi Bandaríkjaforseti vera orðinn óútreiknanlegur. Samtölin áttu sér stað í lok síðasta árs og byrjun þessa.
Samtölin áttu sér stað í lok síðasta árs og byrjun þessa, eftir að Trump hafði beðið lægri hlut í forsetakosningunum og svo aftur þegar stuðningsmenn hans réðust inn í þinghúsið.
Þetta kemur fram í væntanlegri bók blaðamannanna Bobs Woodward og Roberts Costa um endalok forsetatíðar Trumps, en hún ber heitið Peril, sem á íslensku gæti útleggst sem Í hættu.
Bandarískir miðlar birtu valda kafla úr bókinni í dag, og er þar á meðal þá lýsingu að finna þegar Mark Milley, formaður herráðs Bandaríkjanna, hafði samband við Li Zoucheng, yfirmann herráðs kínverska hersins, hinn 30. október, eða í aðdraganda forsetakosninganna í nóvember síðastliðnum. Bað Milley þá Kínverja um að bregðast ekki við neinni mögulegri hótunum af hálfu Trumps um að beita kjarnavopnun og vildi hann fullvissa yfirvöld í Peking að Bandaríkin myndu ekki gera árás á Kína eða beita herafli.
Hafa þeir Woodward og Costa eftirfarandi eftir Milley: „Ég vil fullvissa þig um að bandaríska ríkisstjórnin er stöðug og allt verður í lagi. Við munum ekki gera árás eða beita herafli.“
Hinn 8. janúar, eða tveimur dögum eftir að stuðningsmenn Trumps gerðu árás á þinghús Bandaríkjanna, hafði Milley aftur samband við Zoucheng til að fullvissa hann um að allt væri í góðu og að Bandaríkin væru „100% stöðug“. Bætti Milley því við að „lýðræðið geti verið hroðvirknislegt.“
Milley gekk svo langt að stöðva allar hernaðaraðgerðir í Kyrrahafinu sem yfirvöld í Peking gætu álitið sem ógn. Hann sagði öllu sín starfsfólki að leita til sín fyrst ef Trump myndi senda út skipun að beita kjarnorkuvopnum. Höfundar bókarinnar velta því upp hvort að Milley hafi með þessu stigið út fyrir valdsvið sitt.
Varnarmálaráðuneyti Bandaríkjanna vildi ekki tjá sig um sannleiksgildi bókarinnar samkvæmt fréttaveitunni AFP.