Segja upp þúsundum óbólusettra heilbrigðisstarfsmanna

Emmanuel Macron, forseti Frakklands.
Emmanuel Macron, forseti Frakklands. AFP

Þúsund­um heil­brigðis­starfs­manna, víðsveg­ar um Frakk­land, hef­ur verið sagt upp störf­um, og munu ekki fá greidd­an upp­sagn­ar­frest, fyr­ir að hafa ekki lokið við bólu­setn­ingu við Covid-19. 

Þessu lýsti Oli­ver Ver­an, heil­brigðisráðherra Frakk­lands yfir í dag. 

„Um þrjú þúsund heil­brigðis­starfs­mönn­um hef­ur verið til­kynnt um upp­sögn sína sem ekki hafa verið bólu­sett­ir,“ sagði Vera í RTL út­varpi í morg­un. 

Þá bætti hann við að nokkr­ir tug­ir til viðbót­ar hefðu skilað inn upp­sögn sinni að fyrra bragði, í stað þess að vera sagt upp, eða þiggja bólu­setn­ingu. 

Til sam­an­b­urðar starfa um 2,7 millj­ón­ir við heil­brigðis­kerfið í Frakklandi full­yrti Vera að „áfram­hald­andi heil­brigðisþjón­usta yrði tryggð“. 

Emm­anu­el Macron, for­seti Frakk­lands, setti starfs­fólki sjúkra­húsa, hjúkr­un­ar­heilima og slökkviliða afar­kosti í júlí, um að vera búin að fá í hið minnsta einn skammt af bólu­efni við Covid-19. 

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert