Þúsundum heilbrigðisstarfsmanna, víðsvegar um Frakkland, hefur verið sagt upp störfum, og munu ekki fá greiddan uppsagnarfrest, fyrir að hafa ekki lokið við bólusetningu við Covid-19.
Þessu lýsti Oliver Veran, heilbrigðisráðherra Frakklands yfir í dag.
„Um þrjú þúsund heilbrigðisstarfsmönnum hefur verið tilkynnt um uppsögn sína sem ekki hafa verið bólusettir,“ sagði Vera í RTL útvarpi í morgun.
Þá bætti hann við að nokkrir tugir til viðbótar hefðu skilað inn uppsögn sinni að fyrra bragði, í stað þess að vera sagt upp, eða þiggja bólusetningu.
Til samanburðar starfa um 2,7 milljónir við heilbrigðiskerfið í Frakklandi fullyrti Vera að „áframhaldandi heilbrigðisþjónusta yrði tryggð“.
Emmanuel Macron, forseti Frakklands, setti starfsfólki sjúkrahúsa, hjúkrunarheilima og slökkviliða afarkosti í júlí, um að vera búin að fá í hið minnsta einn skammt af bóluefni við Covid-19.