Áhyggjur af matarskorti vegna orkukreppu

Nick Allen, forstjóri Samtaka breskra kjötiðnaðarmanna, segir að það gætu …
Nick Allen, forstjóri Samtaka breskra kjötiðnaðarmanna, segir að það gætu verið um tvær vikur í að breskt kjöt hverfi úr hillum stórmarkaða. AFP

Heild­sölu­verð á gasi í Bretlandi hef­ur hækkað um 250% frá ára­mót­um. Síðan í ág­úst hef­ur það hækkað um 70%.

Sky News grein­ir frá ástæðunni fyr­ir þessu og hvernig þessi staða hef­ur aukið áhyggj­ur af mat­ar­skorti í land­inu.

Verð á gasi hef­ur hækkað mikið und­an­farn­ar vik­ur sem hef­ur valdið því að sum orku­fyr­ir­tæki hafa hætt starf­semi sinni og hafa áhyggj­ur verið uppi um mat­ar­skort í Bretlandi.

Gasmarkaður­inn skipt­ir sköp­um fyr­ir orku­öfl­un Bret­lands í tengsl­um við upp­hit­un, iðnað og orku­vinnslu. Árið 2020 voru 38% af gasþörf lands­ins notuð til hús­hit­un­ar, 29% til raf­orku­fram­leiðslu og 11% til iðnaðar og viðskipta.

Koltvísýringur er notaður við slátrun á búfé og til að …
Kolt­ví­sýr­ing­ur er notaður við slátrun á búfé og til að lengja geymsluþol afurða. AFP

Hef­ur tölu­verð áhrif á mat­vælaiðnaðinn

Þessi mikla verðhækk­un á gasi í Bretlandi hef­ur valdið því að tveim­ur stór­um áburðar­verk­smiðjum í Teessi­de og Ches­hire sem fram­leiða kolt­ví­sýr­ing (CO2) sem auka­af­urð hef­ur verið lokað og þannig hef­ur dregið úr fram­boði fyr­ir mat­vælaiðnaðinn.

Kolt­ví­sýr­ing­ur er notaður við slátrun á búfé og til að lengja geymsluþol afurða og er hann því mik­il­væg­ur fyr­ir kæli­kerfi. Mat­væla­fram­leiðend­ur hafa varað við því að birgðir af kjöti, alí­fugl­um og gos­drykkj­um gætu átt und­ir högg að sækja vegna skorts­ins.

Nick Allen, for­stjóri Sam­taka breskra kjötiðnaðarmanna, seg­ir að það gætu verið um tvær vik­ur þangað til breskt kjöt hverf­ur úr hill­um stór­markaða.

Gasmarkaðurinn skiptir sköpum fyrir orkuöflun Bretlands vegna hlutverks hans í …
Gasmarkaður­inn skipt­ir sköp­um fyr­ir orku­öfl­un Bret­lands vegna hlut­verks hans í upp­hit­un, iðnaði og orku­vinnslu. AFP

Auk­in alþjóðleg gasþörf

Að sögn breskra stjórn­valda er ein helsta ástæða skorts­ins auk­in alþjóðleg gasþörf þar sem hag­kerfi opna aft­ur eft­ir Covid-lok­an­ir.

Í heim­sókn til  borg­ar­inn­ar New York viður­kenndi Bor­is John­son, for­sæt­is­ráðherra Bret­lands, að skort­ur á gasbirgðum hafi í för með sér „mörg skamm­tíma­vanda­mál“, en hann bætti við: „Þetta er í raun hlut­verk heims­hag­kerf­is­ins sem er að vakna aft­ur eft­ir far­ald­ur­inn.“

Þettta myndi lag­ast þegar markaður­inn tek­ur við sér á nýj­an leik er heims­hag­kerfið kemst aft­ur á fæt­ur.  

Rólegt veður undanfarnar tvær vikur í Bretlandi hefur dregið úr …
Ró­legt veður und­an­farn­ar tvær vik­ur í Bretlandi hef­ur dregið úr af­köst­um frá 11.000 vind­myll­um í Bretlandi. AFP

Ró­legt veður dregið úr af­köst­um vind­myllna

Ró­legt veður und­an­farn­ar tvær vik­ur í Bretlandi spil­ar einnig inn í orkukrepp­una en það hef­ur dregið úr af­köst­um frá 11.000 vind­myll­um í land­inu, sem sinna meira en 20% af raf­orku­fram­leiðslu.

Þetta þýðir að spurn eft­ir jarðgasi til að fram­leiða raf­magn hef­ur auk­ist og Bret­ar hafa snúið sér til kola­brennslu­stöðva til að fylla orku­skort­inn.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert