Bar vitni um skaðsemi Facebook fyrir þingnefnd

Fyrrverandi starfsmaður Facebook bar vitni fyrir þingnefnd í Washington í dag og bað löggjafarvaldið um að herða reglur um starfsemi samfélagsmiðilsins. Öldungadeildarþingmaðurinn Ed Markey lofaði því að gripið yrði til aðgerða vegna miðilsins. 

Frances Haugen er 37 ára gagna­sér­fræðing­ur frá Iowa í Banda­ríkj­un­um en hún lak í gær fjölda skjala úr innanhúss rannsókn hjá Facebook sem benda til þess að miðillinn ýti undir hat­ursorðræðu og skaði and­lega heilsu barna.

Þingið þurfi að grípa inn í með lagasetningu

„Ég tel að þjónustur Facebook hafi slæm áhirf á börn, auki sundrung og veiki lýðræðið,“ sagði Haugen á fundi þingnefndarinnar í dag og bætti við að þingið þyrfti nú að stíga inn í. Vandamálið myndi ekki leysast af sjálfu sér. 

Haugen hélt því einnig fram að Facebook héldi mikilvægum upplýsingum frá almenningi og ríkisstjórnum víðs vegar um heiminn. 

Öldungadeildarþingmaðurinn Ed Markey sendi forstjóra Facebook viðvörun á fundinum í dag: „Þingið mun grípa til aðgerða... fyrirtækið þitt fær ekki að skaða börnin okkar, fjölskyldurnar okkar og lýðræðið mikið lengur.“

Frances Haugen í þinghúsinu í dag.
Frances Haugen í þinghúsinu í dag. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka