Konur komast ekki á völlinn eftir allt saman

Íranskar konur á landsleik Íran gegn Kambódíu árið 2019.
Íranskar konur á landsleik Íran gegn Kambódíu árið 2019. AFP

Íranskar konur sem hugðust mæta til að horfa á sinn fyrsta knattspyrnuleik í tvö ár á þriðjudag munu þurfa að bíða þar sem undankeppnin í HM mun fara fram fyrir luktum dyrum.

Engir áhorfendur verða leyfðir á leik íranska liðsins gegn Suður-Kóreu, sem mun fara fram á Azadi leikvangingum í Teheran. Greint er frá þessu í yfirlýsingu íranska knattspyrnusambandsins.

Ákvörðuninni fylgdi enginn rökstuðningur, að því er fréttastofa AFP greinir frá.

Engir áhorfendur leyfðir í heilt ár

Vegna kórónuveirufaraldursins hafa áhorfendur ekki verið leyfðir á leikvanginum í heilt ár. Konur fengu síðast að horfa á leik 80.000 sæta leikvanginum þegar Íran sigraði Kambódíu 14-0 árið 2019.

Konum var neitað um aðgang að vettvanginum eftir írönsku byltinguna árið 1979 undir þeim formerkjum að verið væri að verja þær fyrir óviðeigandi hegðun karlmanna.

Alþjóða knattspyrnusambandið, FIFA, hefur beitt Íran þrýstingi um að leyfa konum að sækja landsleiki.

Árið 2018 voru takmörk sett fyrir því hve margir kvenkyns áhorfendur máttu sækja leiki á leikvanginum en það voru 1.000 konur. Þrátt fyrir sóttu um 3.500 konur leik Írans gegn Kambódíu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka