„Brosandi páfinn“ nálgast dýrlingatölu

Frans páfi.
Frans páfi. AFP

Vatíkanið segist hafa viðurkennt kraftaverk eignað Jóhannesi Páli páfa I. og er það skref í átt að því að hann verði tekinn í dýrlingatölu.

Greint var frá þessu rúmum fjórum áratugum eftir dauða Jóhannesar Páls I. árið 1978 en hann er síðasti ítalski páfinn í embætti. Hann var áður erkibiskup í Feneyjum og var stundum kallaður „brosandi páfinn“.

Umrætt kraftaverk sem er eignað Albino Luciani, sem páfinn hét réttu nafni, var skyndileg lækning alvarlega veikrar 11 ára stúlku í Buenos Aires í Argentínu árið 2011 eftir að prestur þar í borg bað til Jóhannesar Páls I.

Páfinn var aðeins í 33 daga í embætti, sem er eitt stysta tímabil páfa í sögu kaþólsku kirkjunnar.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert