Metfjöldi smita í Nýja-Sjálandi þrátt fyrir útgöngubann

Jacinda Ardern, forsætisráðherra Nýja-Sjálands.
Jacinda Ardern, forsætisráðherra Nýja-Sjálands. AFP

Mesti fjöldi kórónuveirusmita greindist síðastliðinn sólarhring í Nýja-Sjálandi frá byrjun faraldurs. Útgöngubann hefur verið í gildi í landinu með einum eða öðrum hætti svo mánuðum skiptir. 

Lengi var stefna yfirvalda í Nýja-Sjálandi svokölluð smitleysisstefna eða „Covid-Zero-stefna“ þar sem harðar takmarkanir voru lýði í þeim tilgagni að koma í veg fyrir öll kórónuveirusmit. Frá því að Delta-afbrigði veirunnar braut sér leið inn í Nýja-Sjáland hefur ekki tekist að halda landinu „Covid-hreinu“.

Heilbrigðisyfirvöld tilkynntu um 94 ný kórónuveirutilfelli en fyrra daglega metið stóð í 89 smitum frá því í apríl í fyrra í fyrstu bylgju Covid-19-sýkinga.

Ný stefna kynnt í vikunni

Þó að fjöldi smita í Nýja-Sjálandi sé lágur í alþjóðlegum samanburði, hefur þeim fjölgað jafnt og þétt síðan Delta-afbrigðið greindist fyrst þarlendis um miðjan ágúst.

Útbreiðsla smitanna, sem greinast að mestu í og í kringum borgina Auckland, hefur neytt Jacindu Ardern, forsætisráðherra Nýja-Sjálands, til að falla frá stefnu sinni um að útrýma veirunni í landinu.

Mið-vinstrisinnaði forsætisráðherrann mun kynna nýja stefnu á föstudag sem mun gera ráð fyrir auknu frelsi þegar markmiðum bólusetninga hefur verið náð.

Um það bil tveir þriðjuhlutar íbúa landsins sem hafa náð tilsettum aldri hafa nú verið bólusettir að fullu við Covid-19. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert