Stytta af Thomas Jefferson fjarlægð

Stytta af Thomas Jefferson sem er staðsett í höfuðborg Bandaríkjanna …
Stytta af Thomas Jefferson sem er staðsett í höfuðborg Bandaríkjanna Washington. AFP

Samþykkt var í kosningu borgarfulltrúa New York að stytta af Thomas Jefferson, þriðja Bandaríkjaforsetanum, yrði fjarlægð úr ráðhúsi borgarinnar í ljósi hlutdeildar hans að þrælahaldi Bandaríkjanna á sínum tíma.

Jefferson, sem var einn höfunda sjálfstæðisyfirlýsingar Bandaríkjanna. hélt rúmlega 600 þræla á plantekrum sínum og átti auk þess sex börn með einum þeirra. Að sögn borgarfulltrúans Adrienne Adams þá er Jefferson táknmynd eins myrkasta tíma í sögu landsins.

Hvað skal gera við stytturnar?

Atkvæðagreiðslan sem fór fram í gær var einhljóða en hvert styttan skal færð liggur enn milli hluta. Áætlað er þó að hún verði geymd á safni í borginni.

Mikil umræða hefur skapast í Bandaríkjunum um hvað skuli gera við styttur manna sem gætu talist móðgandi við minnihlutahópa innan samfélagsins.

Í september var styttan af  Robert E. Lee, fremsta hers­höfðingja Suður­ríkj­anna í banda­ríska borg­ara­stríðinu, fjarlægð úr Richmond höfuðborg Virginíu. Sú stytta var lengi talin táknmynd þrælahaldsins.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert