Leggja til að Bannon verði ákærður

Steve Bannon árið 2018.
Steve Bannon árið 2018. AFP

Þing­nefnd full­trúa­deild­ar Banda­ríkjaþings samþykkti ein­róma að leggja til að Steve Bannon,  fyrr­ver­andi ráðgjafi Don­alds Trumps fyrr­ver­andi Banda­ríkja­for­seta, verði ákærður fyr­ir að neita að bera vitni fyr­ir nefnd­inni vegna árás­ar­inn­ar á þing­hús Banda­ríkj­anna.

Nefnd­in hef­ur það hlut­verk að rann­saka aðdrag­anda og or­sak­ir árás­ar­inn­ar.

Bannon tjáði nefnd­inni að hann myndi ekki svara kalli henn­ar um vitn­is­b­urð vegna fyr­ir­mæla frá Trump sem hef­ur ráðið sam­starfs­fólki sínu úr Hvíta hús­inu frá því að aðstoða nefnd­ina á nokk­urn hátt þar sem hann hyggst bera fyr­ir sig friðhelgi á grund­velli embætt­is­ins.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert