Leggja til að Bannon verði ákærður

Steve Bannon árið 2018.
Steve Bannon árið 2018. AFP

Þingnefnd fulltrúadeildar Bandaríkjaþings samþykkti einróma að leggja til að Steve Bannon,  fyrrverandi ráðgjafi Donalds Trumps fyrrverandi Bandaríkjaforseta, verði ákærður fyrir að neita að bera vitni fyrir nefndinni vegna árásarinnar á þinghús Bandaríkjanna.

Nefndin hefur það hlutverk að rannsaka aðdraganda og orsakir árásarinnar.

Bannon tjáði nefnd­inni að hann myndi ekki svara kalli henn­ar um vitn­is­b­urð vegna fyr­ir­mæla frá Trump sem hef­ur ráðið sam­starfs­fólki sínu úr Hvíta hús­inu frá því að aðstoða nefnd­ina á nokk­urn hátt þar sem hann hyggst bera fyr­ir sig friðhelgi á grund­velli embætt­is­ins.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert