Þingnefnd fulltrúadeildar Bandaríkjaþings samþykkti einróma að leggja til að Steve Bannon, fyrrverandi ráðgjafi Donalds Trumps fyrrverandi Bandaríkjaforseta, verði ákærður fyrir að neita að bera vitni fyrir nefndinni vegna árásarinnar á þinghús Bandaríkjanna.
Nefndin hefur það hlutverk að rannsaka aðdraganda og orsakir árásarinnar.
JUST IN: The House committee investigating the January 6 attack on the US Capitol has formally approved holding Steve Bannon, one of former President Donald Trump's closest allies, in contempt of Congress, setting up a key House vote later this week. https://t.co/HeYk8vLKBi
— CNN (@CNN) October 20, 2021
Bannon tjáði nefndinni að hann myndi ekki svara kalli hennar um vitnisburð vegna fyrirmæla frá Trump sem hefur ráðið samstarfsfólki sínu úr Hvíta húsinu frá því að aðstoða nefndina á nokkurn hátt þar sem hann hyggst bera fyrir sig friðhelgi á grundvelli embættisins.