Kínverjar smíða eftirlíkingar af bandarískum herskipum

Gervihnattamynd frá Maxar Technologies sem sýnir eftirlíkingu kínverja af bandarísku …
Gervihnattamynd frá Maxar Technologies sem sýnir eftirlíkingu kínverja af bandarísku flugmóðurskipi. AFP

Gervihnattamyndir sýna að Kínverjar hafa smíðað eftirlíkingar af flugmóðurskipi og tundurspilli bandaríska sjóhersins í norðanverðri eyðimörkinni, hugsanlega til að nota við æfingar fyrir möguleg átök í framtíðinni.

Segja eftirlíkingarnar ný skotmörk

Á undanförnum árum hefur Kína styrkt og bætt her sinn gríðarlega. Það hefur valdið Bandaríkjunum sífellt meiri áhyggjum eftir því sem spennan eykst yfir Suður-Kínahafi, Taívan og yfirráðum á Indó-kyrrahafi.

Myndirnar sem teknar voru af bandaríska geimtæknifyrirtækinu Maxar Technologies á sunnudaginn síðastliðinn sýna útlínur bandarísks flugmóðurskips og minnst eins tundurspillis á járnbrautarteinum í bænum Ruoqiang, í eyðimerkursýslunni Taklamakan á norðvestur Xinjiang-svæðinu.

Leyniþjónusta Bandaríkjaflota segir eftirlíkingar bandarískra skipa hluta af nýju skotmarki sem þróað var af kínverska hernum, að því er greint frá í The Guardian.

Á gervihnattamyndunum má einnig sjá járnbrautarstöð og vöruskemmu.
Á gervihnattamyndunum má einnig sjá járnbrautarstöð og vöruskemmu. AFP

Utanríkisráðuneytið kemur af fjöllum

Af myndunum er ekki ljóst hve nákvæmar eftirlíkingarnar eru. Leyniþjónusta Bandaríkjaflota hefur þó greint ákveðna eiginleika á tundurspillinum, þar á meðal reykháfa og vopnabúnað.

Wang Wenbin, talsmaður kínverska utanríkisráðuneytisins sagðist ekki geta veitt neitt neinar upplýsingar um myndirnar á kynningarfundi á mánudaginn síðastliðinn.

„Ég kannast ekki við þetta,“ sagði hann.

Vaxandi áhyggjur eru af mögulegum hernaðarátökum milli tveggja stærstu hagkerfa heimsins, Kína og Bandaríkjanna, og þykja myndbirtingar Maxar ekki ofan á þær bætandi.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert