61 farþegi frá Suður-Afríku með veiruna

Schiphol-flugvöllurinn skammt frá borginni Amsterdam.
Schiphol-flugvöllurinn skammt frá borginni Amsterdam. AFP

61 farþegi úr tveimur flugvélum sem komu til Hollands frá Suður-Afríku greindist með kórónuveiruna. Rannsakað verður hvort fólkið hafi verið smitað af nýju afbrigði veirunnar, ómíkron, en það greindist fyrst í Suður-Afríku.

„Við vitum að 61 sýni greindist jákvætt og 531 neikvætt,“ sagði í yfirlýsingu hollenskra heilbrigðisyfirvalda.

Þeir sem greindust jákvæðir munu dvelja í sóttkví á hóteli skammt frá Schiphol-flugvelli.

Heil­brigðis­stofn­un Evr­ópu­sam­bands­ins varaði í gærkvöldi við því að ómíkron-afbrigðið hafi í för með sér „mikla til mjög mikla“ hættu fyr­ir Evr­ópu.

Sótt­varn­ar­stofn­un Evr­ópu benti á í ógn­ar­mats­skýrslu að enn væri „tals­verð óvissa tengd smittíðni, virkni bólu­efn­is, hættu á end­ur­sýk­ing­um og öðrum eig­in­leik­um ómíkron-af­brigðis­ins“.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka