Heilbrigðisyfirvöld í Ástralíu segjast hafa fundið fyrstu tilfelli Ómíkron-afbrigðis kórónuveirunnar þar í landi. Tveir farþegar greindust eftir að hafa flogið til borgarinnar Sydney frá suðurhluta Afríku í gær.
Báðir farþegarnir komu til Ástralíu með flugvél Katar Airways eftir að hafa millilent í Dohar í Katar.
Búið var að bólusetja þá báða og eru þeir núna í einangrun.
#BREAKING: NSW Health have CONFIRMED two overseas travellers have been infected with the new Omicron B.1.1.529 #COVID19 variant of concern. #9News
— 9News Australia (@9NewsAUS) November 28, 2021
LATEST INFO: https://t.co/JC4uBaOncR pic.twitter.com/CofWel0uin