Ómíkron komið til Ástralíu

Hermenn og lögregluþjónn taka á móti farþegum á leið í …
Hermenn og lögregluþjónn taka á móti farþegum á leið í sóttkví í áströlsku borginni Melbourne í desember í fyrra. Tvö tilfelli Ómíkron hafa greinst í landinu. AFP

Heilbrigðisyfirvöld í Ástralíu segjast hafa fundið fyrstu tilfelli Ómíkron-afbrigðis kórónuveirunnar þar í landi. Tveir farþegar greindust eftir að hafa flogið til borgarinnar Sydney frá suðurhluta Afríku í gær.

Báðir farþegarnir komu til Ástralíu með flugvél Katar Airways eftir að hafa millilent í Dohar í Katar.

Búið var að bólusetja þá báða og eru þeir núna í einangrun.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert