Bóluefni gáfu góða raun gegn Ómíkron

Mótefnasvar mældist vel í þeim sem fengu örvunarskammt af Pfizer …
Mótefnasvar mældist vel í þeim sem fengu örvunarskammt af Pfizer bóluefninu. AFP

Gögn frá nýrri rannsókn sem unnin var í Bretlandi gefa jákvæð fyrirheit um að örvunarskammtar bóluefnis veiti vörn gegn Ómíkron-afbrigði kórónuveirunnar. Rannsóknarteymið skoðaði sex mismunandi bóluefni og kom á daginn að öll bóluefnin sýndu tölfræðilega aukningu í mótefnasvari líkama fólks. Metro greindi fyrst frá rannsókninni.

Niðurstöður rannsóknarinnar veita áætlun breta, þess efnis að nota Moderna og Pfizer bóluefnin í örvunarskammta, byr undir báða vængi. En þessi bóluefni virtust stuðla að betra mótefnasvari.

Sérfræðingar jákvæðir

Saul Faust, prófessor við Southampton Háskóla í ónæmisfræði, leiddi teymið er vann rannsóknina. Metro hefur eftir Saul: „Öll bóluefnin sem við rannsökuðum sýndu tölfræðilega aukningu í mótefnasvari…RNA bóluefnin, Pfizer og Morderna, sýndu töluvert mikla aukningu en einnnig var gott svar við bóluefnum Novavax, Janssen og Astra Zeneca.“

Þrátt fyrir að bóluefnin hafi ekki verið notuð á Ómíkron afbrigðið í rannsókninni þá eru sérfræðingar jákvæðir eftir að skoða áhrif bóluefnanna á T-frumur líkamans. T-frumur eru afar mikilvægur hlekkur í ónæmiskerfi mannsins og berjast í raun gegn veirunni sem viðkomandi sýkist af.

Niðurstöður rannsóknarinnar sýndu gott svar T-fruma við ýmsum afbrigðum veirunnar svo sem Beta og Delta-afbrigðunum. Saul segir þá að hópurinn vonist til þess að vörn gegn alvarlegum veikindum og innlögnum á sjúkrahús haldist sambærileg við Ómíkron-afbrigðinu.

Þá bætti hann einnig við; „þrátt fyrir að við vitum ekki með fullri vissu að bóluefnin veiti langtímaónæmi þá benda T-frumu gögnin til þess að vörn veitist gegn mismunandi afbrigðum. Sem veita okkur von um að sambærileg vörn verði raunin við öðrum afbrigðum veirunnar.“

Ekki full vissa, en jákvæðar niðurstöður

Rannsóknarteymið segja þó að taka megi niðurstöðum um hátt mótefnasvar með fyrirvara þar sem ekki væri hægt að segja með fullri vissu hver áhrifin verða í raun. Þeir eru þó bjartsýnir á það sem gögnin gefa til kynna.

Jonathan Bell, prófessor í sameindaveirufræði við Háskólann í Nottingham, segir gögnin benda til þess að bóluefnin öll sýni skili sér í betra mótefnasvari þegar gefnir eru örvunarskammtar og að aukaverkanir heilt yfir væru litlar.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert