Starfsmenn dönsku leyniþjónustunnar handteknir

Mynd úr safni frá Kaupmannahöfn. Fjórir núverandi og fyrrverandi starfsmenn …
Mynd úr safni frá Kaupmannahöfn. Fjórir núverandi og fyrrverandi starfsmenn dönsku leyniþjónustunnar hafa verið handteknir. AFP

Alls voru fjórir núverandi og fyrrverandi starfsmenn dönsku leyniþjónustunnar handteknir í morgun vegna gruns um gagnaleka. Þetta kom fram í tilkynningu leyniþjónustu dönsku lögreglunnar.

Einstaklingarnir hafa starfað hjá leyniþjónustu dönsku lögreglunnar og leyniþjónustu danska varnarmálaráðuneytisins. Eru mennirnir meðal annars sakaðir um að hafa dreift háleynilegum upplýsingum úr deildum stofnana.

Rannsókn á málinu hefur lengi verið í gangi og mun ríkissaksóknari fá það í hendurnar. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert