Starfsmenn dönsku leyniþjónustunnar handteknir

Mynd úr safni frá Kaupmannahöfn. Fjórir núverandi og fyrrverandi starfsmenn …
Mynd úr safni frá Kaupmannahöfn. Fjórir núverandi og fyrrverandi starfsmenn dönsku leyniþjónustunnar hafa verið handteknir. AFP

Alls voru fjór­ir nú­ver­andi og fyrr­ver­andi starfs­menn dönsku leyniþjón­ust­unn­ar hand­tekn­ir í morg­un vegna gruns um gagnaleka. Þetta kom fram í til­kynn­ingu leyniþjón­ustu dönsku lög­regl­unn­ar.

Ein­stak­ling­arn­ir hafa starfað hjá leyniþjón­ustu dönsku lög­regl­unn­ar og leyniþjón­ustu danska varn­ar­málaráðuneyt­is­ins. Eru menn­irn­ir meðal ann­ars sakaðir um að hafa dreift há­leyni­leg­um upp­lýs­ing­um úr deild­um stofn­ana.

Rann­sókn á mál­inu hef­ur lengi verið í gangi og mun rík­is­sak­sókn­ari fá það í hend­urn­ar. 

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert