Landsdómur var síðast kallaður saman í Danmörku á 10. áratug 20. aldar vegna Tamíla-málsins svonefnda, en þá var Erik Ninn-Hansen dæmdur í skilorðsbundið fangelsi í fjóra mánuði fyrir að hafa komið í veg fyrir að flóttamenn úr hópi Tamíla gætu sameinast fjölskyldum sínum sem þegar voru löglega í Danmörku.