Skylda alla eldri en fimm ára í bólusetningu

Ekvador er fyrsta ríki heims til að skylda alla íbúa …
Ekvador er fyrsta ríki heims til að skylda alla íbúa þess eldri en fimm ára til að fara í bólusetningu gegn Covid-19. AFP

Ekvador er fyrsta ríki heims til að skylda alla íbúa þess eldri en fimm ára til að fara í bólu­setn­ingu gegn Covid-19. 

69% íbúa Ekvador eru full­bólu­sett­ir og um 900 þúsund manns hafa fengið örvun­ar­skammt en um 18 millj­ón­ir búa í rík­inu. Um 540 þúsund hafa greinst með veiruna og tæp­lega 34 þúsund hafa lát­ist.

Ein­stak­ling­ar með lækn­is­fræðileg­ar ástæður geta fengið und­anþágu frá bólu­setn­ing­ar­skyld­unni sagði heil­brigðisráðherra Ekvador í yf­ir­lýs­ingu.

Tek­ur mið af stjórn­ar­skránni 

Þá sagði hann að ákvörðunin taki mið af stjórn­ar­skránni sem kveður á um að ríkið skuli tryggja rétt­inn til heil­brigðs lífern­is.

Nú þegar skylda stjórn­völd fólk til að sýna bólu­setn­ing­ar­vott­orð til þess að fara á veit­ingastaði, í kvik­mynda­hús, versl­an­ir og á aðra op­in­bera staði til þess að vinna gegn Ómíkron-af­brigðinu.

Bólu­setn­ing er skylda fyr­ir full­orðna í Tadsjikist­an, Túrk­men­ist­an, Indó­nes­íu, Míkrónes­íu og í Nýju-Kal­edón­íu.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert