Fáni Evrópusambandsins, sem var við hún á Sigurboganum í Parísarborg í tilefni af forsæti Frakka hjá Evrópusambandinu, hefur verið fjarlægður eftir gagnrýni frá hægrisinnuðum stjórnmálamönnum í landinu.
Öfgahægrisinnin Marine Le Pen sagði það árás á einkenni Frakklands að fáni ESB hefði verið dreginn að húni í stað þess franska við kennileitið.
Talsmaður frönsku ríkisstjórnarinnar segir að breytingin hafi aðeins átt að vera tímabundin í samtali við BBC.
Frakkar munu taka við forsæti Evrópusambandsins næstu sex mánuði.
Le Pen, sem er á meðal frambjóðenda fyrir forsetakosningar sem fram fara í Frakklandi í apríl, hefur heitið því að leggja fram formlega kvörtun til stjórnsýslunefndar.
Eric Zemmour, sem er annar öfgahægrisinni í forsetaframboði, hefur kallað fánann „svívirðingu“. Íhaldskonan Valérie Pécresse mótmælti einnig staðsetningu fánans.