„Stríðsástand“ á spítölum í London

Um er að ræða 40 sjúkraliða og 160 hermenn sem …
Um er að ræða 40 sjúkraliða og 160 hermenn sem munu koma til með að slást í lið með heilbrigðisstarfsfólki. AFP

Spítalar í Lundúnum fá liðstyrk frá breska hernum, til að anna álaginu sem skapast hefur vegna Ómíkron afbrigðis Covid-19 veirunnar. 

Varnamálaráðherra Brelands lýsti því yfir að 200 starfsmenn úr hernum verði fluttir á spítalana, sem hafa átt undir högg að sækja sökum manneklu sem á rót sína að rekja til Covid-smita í starfsmannahópnum. Um er að ræða 40 sjúkraliða og 160 óbreytta hermenn.

Starfsfólk breska hersins hefur áður komið við sögu í faraldrinum, t.d. við sjúkraflutninga og bólusetningar.

Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, segir „stríðsástand“ á spítölunum vegna manneklunnar og það sé að leiða til alvarlegra tilfella þar sem fólk fær ekki nauðsynlega þjónustu. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert