David Sassoli, forseti Evrópuþingsins, lést snemma í morgun á sjúkrahúsi á Ítalíu.
Talsmaður hans greindi frá þessu á Twitter.
Sassoli var 65 ára Ítali sem hafði legið alvarlega veikur á sjúkrahúsi í rúmar tvær vikur vegna þess að ónæmiskerfi hans virkaði ekki sem skyldi.
Sassoli, sem starfaði áður sem fréttaþulur, var áður lagður inn á sjúkrahús með lungnabólgu í september.
David Sassoli: European Parliament president dies aged 65 https://t.co/06OLH4Gydf
— BBC News (World) (@BBCWorld) January 11, 2022
Þingmenn Evrópuþingsins sitja í fimm ár á milli kosninga en forsetinn er við völd helming þess tíma. Sassoli hafði gefið til kynna að hann myndi ekki sækjast eftir endurkjöri.
Hann fæddist 30. maí árið 1956 í Flórens á Ítalíu. Eftir þriggja áratuga feril sem blaðamaður, fyrst á dagblöðum en síðan í sjónvarpi, var Sassoli kjörinn á Evrópuþingið árið 2009.