Segir af sér vegna ummæla um Úkraínu

Varnarmálaráðherrann Christine Lambrecht og Kay-Achim Schönbach um borð í herskipinu …
Varnarmálaráðherrann Christine Lambrecht og Kay-Achim Schönbach um borð í herskipinu Oldenburg í desember. AFP

Yfirmaður þýska sjóhersins, aðmírállinn Kay-Achim Schönbach, hefur sagt af sér í kjölfar umdeildra ummæla sinna um stöðu mála á landamærum Úkraínu og Rússlands.

Varnarmálaráðherra Þýskalands, Christine Lambrecht, tilkynnti afsögnina á landsþinginu í Berlín í kvöld.

Pútín ætti skilið virðingu

Schönbach hafði sagt hugmyndina, um að Rússland vildi ráðast inn í Úkraínu, „dellu“. Bætti hann við að Vladimír Pútín Rússlandsforseti ætti skilið virðingu, þegar hann ávarpaði fund hugveitu í Nýju-Dehli í Indlandi í gær.

Fullyrti hann einnig að Krímskaginn væri fullkomlega tapaður frá Úkraínu til Rússlands, að því er segir í umfjöllun Spiegel, en sú fullyrðing er í andstöðu við yfirlýsta afstöðu Þýskalands og bandamenn þess.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka