Herðir aðgerðir og aflýsir eigin brúðkaupi

Jacinda Ardern tilkynnti hertar sóttvarnaaðgerðir í dag og aflýsti um …
Jacinda Ardern tilkynnti hertar sóttvarnaaðgerðir í dag og aflýsti um leið sínu eigin brúðkaupi. AFP

Jac­inda Ardern, for­sæt­is­ráðherra Nýja-Sjá­lands, hef­ur neyðst til þess að af­lýsa fyr­ir­huguðu brúðkaupi sínu í ljósi hertra sótt­varnaaðgerða í land­inu. Rík­is­stjórn Nýja-Sjá­lands til­kynnti um hert­ar aðgerðir í dag, sunnu­dag, vegna Ómíkron-af­brigðis kór­ónu­veirunn­ar sem hef­ur breiðst út um landið eins og önn­ur lönd.

„Fyr­ir­huguðu brúðkaupi mínu er nú af­lýst,“ sagði Ardern á blaðamanna­fundi fyrr í dag þegar hún til­kynnti um aðgerðirn­ar. Nú mega aðeins hundrað koma sam­an á skipu­lögðum viðburðum og er það háð því að öll sýni fram á bólu­setn­ing­ar­vott­orð. 

Sam­kennd með öll­um

„Ég er nú á meðal þeirra Ný­sjá­lend­inga sem hafa þurft að upp­lifa þetta vegna heims­far­aldr­in­um, og ég hef sam­kennd með öll­um þeim sem hafa lent í þess­um aðstæðum,“ sagði Ardern. Nú er einnig grímu­skylda í al­menn­ings­sam­göng­um og í versl­un­um. 

Ardern og maki henn­ar Cl­ar­ke Ga­y­ford hafa ekki greint op­in­ber­lega frá því hvenær brúðkaup þeirra átti að fara fram, en talið er að það hafi átt að fara fram á allra næstu vik­um. 

Aðgerðirn­ar sem for­sæt­is­ráðherra kynnti gilda út fe­brú­ar hið minnsta. „Svona er lífið,“ svaraði Ardern þegar hún var spurð hvernig henni liði með að þurfa að af­lýsa brúðkaup­inu sínu með svo skömm­um fyr­ir­vara.

Strang­ar regl­ur

„Ég er ekk­ert öðru­vísi en aðrir Ný­sjá­lend­ing­ar sem far­ald­ur­inn hef­ur haft áhrif á. Það allra versta er að geta ekki verið með ást­vin­um sín­um þegar þeir eru al­var­lega veik­ir. Það er án efa mun átak­an­legra en sorg­in sem ég upp­lifi núna,“ sagði Ardern. 

Frá upp­hafi far­ald­urs hafa strang­ar sótt­varn­a­regl­ur verið í gildi í Nýja-Sjálandi og gríðarlega strang­ar regl­ur á landa­mær­um lands­ins. Alls hafa 15.104 smit greinst þar inn­an­lands og 52 hafa lát­ist af völd­um veirunn­ar. 

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert