Lögreglan fór mannavillt – fer fram á 64 milljónir

Atvikið átti sér stað fyrir tveimur árum.
Atvikið átti sér stað fyrir tveimur árum. AFP

Tutt­ugu og fimm ára gam­all svart­ur maður þurfti að sitja í fang­elsi í sex daga eft­ir að lög­regl­an í Las Vegas í Nevada hand­tók hann í mis­grip­um fyr­ir ann­an mann. Svo vill til að maður­inn sem lög­regl­an átti að hafa hend­ur í hári var hvít­ur og um fimm­tugt. 

Shane Lee Brown hef­ur farið í mál við lög­regl­una vegna þessa at­viks. Hann var hand­tek­inn í janú­ar 2020 í kjöl­far um­ferðareft­ir­lits þar sem hann gat ekki fram­vísað öku­skír­teini. Lög­regl­an í Las Vegas taldi sig hafa und­ir hönd­um hand­töku­skip­un í hans nafni, en það kom svo í ljós að um­rædd­ur maður heit­ir Shane Neal Brown, sem var hvít­ur karl á miðjum aldri með skegg. Hann er auk þessi hærri en yngri maður­inn og sat fyrst á bak við lás og slá árið 1994 áður en Shane Lee Brown fædd­ist.  

Shane Lee Brown hef­ur, sem fyrr seg­ir, höfðað mál á hend­ur lög­regl­unni og fer fram á 500.000 dali í miska­bæt­ur, sem sam­svar­ar um 64 millj­ón­um kr. Talsmaður bæj­ar­yf­ir­valda í Hend­er­son sagði í sam­tali við banda­ríska fjöl­miðla að yngri maður­inn hefði verið hand­tek­inn með réttu þar sem hann hefði ekið bif­reið með út­runnið öku­skír­teini. Bæj­ar­yf­ir­völd hafa aft­ur á móti ekki tjáð sig um þess­ar ásak­an­ir að lög­regl­an hafi þarna farið manna­villt. 

Fram kem­ur í kær­unni að Shane Lee Brown hafi margít­rekað tjáð lög­reglu að hann væri ekki maður­inn sem lýst var eft­ir. Það var ekki fyrr en tæpri viku síðar að hon­um var sleppt úr haldi þegar lögmaður hans fékk dóm­ara til að bera sam­an mynd­ir af mönn­un­um, að því er kem­ur fram í um­fjöll­un BBC

Lög­regl­an í Las Vegas fékk svo þær upp­lýs­ing­ar, átta dög­um síðar, að Shane Neal Brown, sem er 51 árs í dag, hefði verið hand­tek­inn í San Bern­ar­dino-sýslu í Kali­forn­íu. En ekki ligg­ur fyr­ir hvort hann hafði verið hand­tek­inn áður en Shane Lee Brown var stöðvaður við um­ferðareft­ir­lit lög­regl­unn­ar. 

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert