Engin grímuskylda í Englandi

Talsmaður forsætisráðherrans sagði að það væri nú undir hverjum og …
Talsmaður forsætisráðherrans sagði að það væri nú undir hverjum og einum komið hvort að fólk vilji áfram bera andlitsgrímur. AFP

Grímu­skylda og skylda til að sýna svo­kallaða Covid-passa í Englandi fell­ur nú úr gildi eft­ir að slök­un á sótt­varn­araðgerðum sam­kvæmt plani B tók gildi þar í landi í dag.

Sajid Javid, heil­brigðisráðherra, sagði að hægt væri að aflétta aðgerðunum vegna vel­gengni í bólu­setn­ing­um og auk­ins skiln­ings á meðferðum við veirunni.

Talsmaður for­sæt­is­ráðherr­ans sagði að það væri nú und­ir hverj­um og ein­um komið hvort að fólk vilji áfram bera and­lits­grím­ur.

Borgarstjóri Lundúna, Sadiq Khan, hefur sagt að ætlast er til …
Borg­ar­stjóri Lund­úna, Sa­diq Khan, hef­ur sagt að ætl­ast er til að fólk beri and­lits­grím­ur áfram í öll­um al­menn­ings­sam­göng­um í Lund­ún­um. AFP

Þó hafa ýms­ar versl­an­ir gefið út að þær muni halda áfram að biðja fólk um að hafa grím­ur á and­lit­inu, þar á meðal eru Tesco, Sains­bury's, John Lew­is og Morri­sons.

Þá hafa járn­braut­ar­stjór­ar einnig gefið út að bú­ist er við því að farþegar haldi áfram að bera and­lits­grím­ur. Öll fyr­ir­tæk­in hafa þó lagt áherslu á að viðskipta­vin­ir verða hvatt­ir til þess að bera and­lits­grím­ur en eng­in muni þvinga viðskipta­vini til þess.

Borg­ar­stjóri Lund­úna hvet­ur fólk til að „gera hið rétta“

Borg­ar­stjóri Lund­úna, Sa­diq Khan, hef­ur sagt að ætl­ast er til að fólk beri and­lits­grím­ur áfram í öll­um al­menn­ings­sam­göng­um í Lund­ún­um og hvatti fólk til að „gera hið rétta“.

Breska rík­is­stjórn­in til­kynnti að fólk verður áfram hvatt til þess að bera and­lits­grím­ur í fjöl­menn­um og lokuðum rým­um, þar sem það kemst í snert­ingu við ókunn­uga. Einnig munu fyr­ir­tæki geta valið hvort þau vilji skylda fólk til að fram­vísa Covid-passa.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert