Heilbrigðisyfirvöld Svíþjóðar mæla gegn bólusetningu barna yngri en tólf ára fyrir kórónuveirunni.
„Með þeirri vitneskju að börn eiga í lítilli hættu á að veikjast alvarlega, sjáum við ekki skýran hag af því að bólusetja þau,“ sagði landlæknisembættið á blaðamannafundi í dag.
Á vef danska fjölmiðlunum Berlingske er greint frá því að þessi tilmæli verði þó endurskoðuð ef hættulegri afbrigði veirunnar koma fram.