Brú hrundi rétt fyrir ræðu Biden

Brúin sem hrundi.
Brúin sem hrundi. AFP

Brú hrundi snemma í morg­un í Pitts­burgh í Banda­ríkj­un­um nokkr­um klukku­stund­um áður en Joe Biden Banda­ríkja­for­seti var vænt­an­leg­ur til borg­inn­ar til að flytja ræðu varðandi bill­jón dala innviðaupp­bygg­ingu.

Frum­varp Biden um um­fangs­mikla innviðaupp­bygg­ingu hvað varðar sam­göngu- og fjar­skipta­kerfi Banda­ríkj­anna var samþykkt í nóv­em­ber. Það kall­ar á út­gjöld sem nema um þúsund millj­örðum, þ.e. einni bill­jón, Banda­ríkja­dala.

Þrír voru flutt­ir á sjúkra­hús eft­ir að brú­in hrundi en meiðsli þeirra eru ekki al­var­leg.

At­vikið vakti at­hygli vegna vænt­an­legra ræðuhalda Biden í borg­inni þar sem hann ætlaði að fjalla um til­raun­ir sín­ar til að efla efna­hag Banda­ríkj­anna eft­ir kór­ónu­veirufar­ald­ur­inn.

Jen Psaki, fjöl­miðlafull­trúi Hvíta húss­ins, greindi frá því á Twitter að Biden vissi af at­vik­inu og muni halda sínu striki í dag.

Enn frem­ur er for­set­inn og fylgd­arlið til­búið að veita alla þá aðstoð sem þurfa þykir vegna máls­ins.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert