Brú hrundi snemma í morgun í Pittsburgh í Bandaríkjunum nokkrum klukkustundum áður en Joe Biden Bandaríkjaforseti var væntanlegur til borginnar til að flytja ræðu varðandi billjón dala innviðauppbyggingu.
Frumvarp Biden um umfangsmikla innviðauppbyggingu hvað varðar samgöngu- og fjarskiptakerfi Bandaríkjanna var samþykkt í nóvember. Það kallar á útgjöld sem nema um þúsund milljörðum, þ.e. einni billjón, Bandaríkjadala.
Þrír voru fluttir á sjúkrahús eftir að brúin hrundi en meiðsli þeirra eru ekki alvarleg.
Atvikið vakti athygli vegna væntanlegra ræðuhalda Biden í borginni þar sem hann ætlaði að fjalla um tilraunir sínar til að efla efnahag Bandaríkjanna eftir kórónuveirufaraldurinn.
.@POTUS has been told of the bridge collapse in Pittsburgh. Our team is in touch with state and local officials on the ground as they continue to gather information about the cause of the collapse.
— Jen Psaki (@PressSec) January 28, 2022
Jen Psaki, fjölmiðlafulltrúi Hvíta hússins, greindi frá því á Twitter að Biden vissi af atvikinu og muni halda sínu striki í dag.
Enn fremur er forsetinn og fylgdarlið tilbúið að veita alla þá aðstoð sem þurfa þykir vegna málsins.