Þúsundir mótmæltu í Kanada

Frá mótmælunum í dag.
Frá mótmælunum í dag. AFP

Mótmæli gegn bólusetningaskyldu vörubílstjóra sem keyra yfir landamæri Bandaríkjanna og Kanada hafa haft umfangsmikil áhrif á Ottawa, höfuðborg Kanada í dag. 

Þúsundir mótmælenda komu saman í borginni í dag og lögregla hefur hafið rannsókn á mögulegri notkun hakakross nasista á meðal mótmælenda. 

Vörubílstjórar lokuðu fyrir götur umhverfis kanadíska þinghúsið og Jim Watson borgarstjóri Ottawa segir að hópur mótmælenda hafi áreitt starfsfólk neyðarskýlis og farið fram á ókeypis máltíð eftir að þeim var vísað frá veitingastöðum fyrir að fylgja ekki reglum um grímuskyldu. 

Justin Trudeau forsætisráðherra Kanada yfirgaf borgina ásamt fjölskyldu sinni á laugardag af öryggisaðstæðum vegna mótmælanna. 

Um 90% af þeim 120 þúsund Kanadamönnum sem skráðir eru sem vörubílstjórar eru nú bólusettir. Samkvæmt reglum bæði kanadískra og bandarískra yfirvalda þurfa vörubílstjórar sem fara yfir landamærin að sýna fram á bólusetningu við Covid-19. 

AFP
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert