Telur möguleika á samkomulagi við Rússa

Vladimír Pútín og Emmanuel Macron.
Vladimír Pútín og Emmanuel Macron. AFP

Emmanuel Macron Frakklandsforseti telur möguleika á samkomulagi við Rússa þess efnis að koma í veg fyrir stríð í Úkraínu, en það sé lögmæt ástæða fyrir Rússa að vera á varðbergi.

Framundan er heimsókn forsetans til Rússlands þar sem hann mun eiga fund með Vladímír Pútín Rússlandsforseta. Macron hefur kallað eftir nýju jafnvægi milli Evrópuþjóða og Rússlands. Þetta kemur fram á vef BBC.

Hann áréttaði að fullveldi Úkraínu væri óumdeilanlegt og myndi ekki vera rætt á fundinum.

Um 110 þúsund rússneskir hermenn eru nú við landamæri Úkraínu, en ráðamenn í Rússlandi hafa þvertekið fyrir það að vera skipuleggja innrás í landið.

Úkraínskir hermenn kenna óbreyttum borgurum á riffil.
Úkraínskir hermenn kenna óbreyttum borgurum á riffil. AFP

Hafa hafnað kröfum Rússa

Ráðamenn í Moskvu hafa lagt fram margvíslegar kröfur á borð við að NATO neiti Úkraínu aðild og bandalagið dragi úr hernaðarumsvifum sínum í austurhluta Evrópu.

Vestræn ríki hafa hafnað öllum kröfum Rússa en segja að málamiðlanir eru mögulegar þegar það kemur að kjarnorkuvopnum.

Áður en Macron fór frá París sagði hann við blaðamann Journal du Dimanche að markmið Rússlands með hernaðaraðgerðum við landamæri Úkraínu væri ekki yfirráð yfir landinu, heldur aðeins þess efnis að fá skýra reglurnar varðandi NATO og Evrópusambandið.

Fullveldi evrópskra landa verði varðveitt

Hann bætti við að viðræður hans við Pútín verða líklega nóg til þess að koma í veg fyrir að stríð brjótist út í Úkraínu og hann væri opinn fyrir umræðu um önnur mál, en þó myndu viðræðurnar ekki veikja stöðu evrópska landa.

„Við verðum að vernda evrópska bræður okkar með því að leggja til nýtt jafnvægi sem getur varðveitt fullveldi evrópskra landa og frið,“ sagði Macron við blaðamenn.

„Þetta verður að takast, en það verður gert með virðingu í garð Rússlands og skilningi á áföllum þessa mikla fólks og voldugu þjóðar.“

Í kjölfar ferðar Macron til Moskvu mun hann daginn eftir fara til Kænugarðs að ræða við ráðamenn þar. Þetta er gert í samráði við Þýskaland og Bandaríkin. Ferð Macron er séð sem tækifæri fyrir hann til þess að vera í sviðsljósinu á undan frönsku forsetakosningunum í apríl.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka