Hagnaður Pfizer tvöfaldaðist í fyrra

Hagnaður Pfizer tvöfaldaðist í fyrra.
Hagnaður Pfizer tvöfaldaðist í fyrra. AFP

Pfizer reikn­ar með 32 millj­arða dala tekj­um, eða um 4 þúsund millj­örðum króna, vegna sölu á bólu­efn­um við Covid-19 á þessu ári.

Hagnaður lyfjaris­ans tvö­faldaðist árið 2021 frá ár­inu á und­an og nam 22 millj­örðum dala, eða um 2.700 millj­örðum króna.

Pfizer reikn­ar einnig með 22 millj­arða dala sölu­tekj­um á þessu ári vegna Covid-töfl­unn­ar Paxlovid.

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert