Amnesty fyrtist við auglýsingu VG

Hinn norski Jørgen Graabak svífur um loftin blá yfir áhorfendum …
Hinn norski Jørgen Graabak svífur um loftin blá yfir áhorfendum á Vetrarólympíuleikunum í Peking í gær, en Norðmenn hafa það sem af er leikum tryggt sér fjóra gullpeninga, tvo silfurslegna og fjóra úr bronsi. Ekki eru allir á eitt sáttir um auglýsingu kínversku ríkisfréttastofunnar Xinhua í vefútgáfu VG á þriðjudaginn. AFP

Nor­egs­deild mann­rétt­inda­sam­tak­anna Am­nesty In­ternati­onal gagn­rýn­ir norska dag­blaðið VG harðlega vegna aug­lýs­ing­ar fyr­ir Vetr­arólymp­íu­leik­ana í Pek­ing sem birt­ist í vefút­gáfu þess á þriðju­dag­inn, en norsk­ir kepp­end­ur hafa rakað þar til sín gulli, silfri og bronsi síðustu daga, alls tíu verðlaun­um.

Það er kín­verska frétta­stof­an Xin­hua sem skráð er fyr­ir aug­lýs­ing­unni, sem reynd­ar er heil grein, en kirfi­lega merkt sem aug­lýs­ing í sam­ræmi við regl­ur norskra fjöl­miðla. Umræðuefnið er sú lyfti­stöng sem yf­ir­stand­andi leik­ar hafa verið vetr­aríþróttaiðkun kín­versku þjóðar­inn­ar, en það kall­ar John Peder Egenæs, aðal­rit­ari Am­nesty Nor­ge „gríðar­mikla sól­skins­grein“ og brigsl­ar VG um að taka þátt í „íþróttaþvotti“, eða „sportsvask­ing“ upp á norsku, sem fel­ur í sér vís­un í heilaþvott.

Sam­kvæmt skil­grein­ingu Jan Petter Salt­vedt, frétta­manns norska rík­is­út­varps­ins NRK, sem ásamt fleiri norsk­um miðlum grein­ir frá gagn­rýni Am­nesty, telst íþróttaþvott­ur sú hátt­semi þegar „ríki með vafa­samt orðspor á vett­vangi mann­rétt­inda, tján­ing­ar­frels­is og lýðræðis not­fær­ir sér íþrótt­ir til að sýna sig í betra ljósi en efni standa til“.

Vill heyra hug­leiðing­ar rit­stjórn­ar VG

„VG leggst á ár­arn­ar með Kína við að draga upp glans­mynd,“ seg­ir Egenæs Am­nesty-rit­ari og bend­ir á að aug­lýs­ing­in svo­kallaða sé ekk­ert annað en áróðurs­grein. „Hún er sett fram sem gríðar­mik­il sól­skins­grein frá Kína,“ seg­ir hann við NRK, en á Twitter-svæði sínu varp­ar Am­nesty Nor­ge fram þeirri spurn­ingu hvers kon­ar mat hafi farið fram áður en Schi­b­sted Partnerstudio, út­gáfu­fyr­ir­tæki VG, gekk til samn­inga við kín­versku frétta­stof­una.

Ef ekki væri fyrir orðið „Annonsørinnhold“, eða auglýsingainnihald, efst til …
Ef ekki væri fyr­ir orðið „Annonsør­inn­hold“, eða aug­lýs­ingainni­hald, efst til vinstri liti aug­lýs­ing kín­versku rík­is­frétta­stof­unn­ar Xin­hua út eins og hvert annað rit­stjórn­ar­efni á stærsta net­fréttamiðli Nor­egs, vefsíðu dag­blaðsins VG. Þetta strýk­ur Nor­egs­deild mann­rétt­inda­sam­tak­anna Am­nesty In­ternati­onal and­hær­is og brigsl­ar hún rit­stjórn VG um að taka þátt í „íþróttaþvotti“ kín­verska Komm­ún­ista­flokks­ins. Skjá­skot/​VG

Vetr­arólymp­íu­leik­arn­ir hafa, ef marka má Xin­hua, verið mörg­um Kín­verj­an­um upp­spretta gleði og inn­blást­urs, full­yrðing sem í aug­um Egenæs er ein­mitt burðarás íþróttaþvott­ar­ins: „Frá okk­ar sjón­ar­hóli er þetta mik­il­væg­ur liður í íþróttaþvotti Kín­verja. Það tákn­ar vita­skuld ekki að VG eigi að neita að birta það sem [Xin­hua] ósk­ar eft­ir, en við ger­um okk­ur vænt­ing­ar um að þeir [VG] taki meðvitaða af­stöðu til þeirra aug­lýs­inga sem þeir birta,“ seg­ir hann og bæt­ir því við að at­hygl­is­vert væri að heyra hug­leiðing­ar rit­stjórn­ar VG um birt­ingu aug­lýs­ing­ar­inn­ar.

Øyvind Næss, sem gegnt hef­ur stöðu starfs­manna­stjóra VG síðan 2011 auk þess að fara með hlut­verk reglu­v­arðar rit­stjórn­ar í siðferðismál­um, seg­ir aug­lýs­ing­una vit­an­lega hafa verið rædda á rit­stjórn miðils­ins. „Þetta er skil­merki­legt aug­lýs­inga­efni frá Kína, um það er okk­ur kunn­ugt. En þetta er ekki grein í VG, held­ur aug­lýs­ing. Ég hef alla trú á því að les­end­ur VG, sem eru van­ir aug­lýs­ing­um á þessu formi, átti sig á að Kína er send­and­inn,“ seg­ir Næss.

Ítrekuð um­fjöll­un siðanefnd­ar

Spurn­ingu NRK um hvort rit­stjórn­in líti þá svo á, að efnið sé ekki þátt­taka í íþróttaþvotti þar sem það sé merkt sem aug­lýs­ing, svar­ar starfs­manna­stjór­inn á þann veg að um sé að ræða til­raun til að sýna Kína í já­kvæðu ljósi. „Tján­ing­ar­frelsi gild­ir líka í aug­lýs­ing­um. Nor­eg­ur hef­ur tölu­verð tengsl við Kína, meðal ann­ars gegn­um leik­ana og viðskipta­samn­inga.“

Bend­ir fréttamaður NRK þá á, að VG hafi áður sætt gagn­rýni fyr­ir aug­lýs­inga­grein­ar af þessu tagi sem auðveld­lega megi mis­skilja sem rit­stjórn­ar­efni. Þurfi þar með ekki að stíga sér­stak­lega var­lega til jarðar þegar aug­lýs­and­inn standi fyr­ir gildi sem rit­stjórn VG gæti ekki fall­ist á?

„Þetta er aug­lýs­ingastaðall sem hef­ur verið þrætu­epli árum sam­an og hef­ur batnað að formi til eft­ir ít­rekaða um­fjöll­un PFU [siðanefnd­ar norska blaðamanna­fé­lags­ins]. Við velj­um ekki stærð á aug­lýs­inga­merk­ing­una eft­ir því hvort okk­ur fell­ur inni­hald aug­lýs­ing­ar­inn­ar eða aug­lýs­and­inn í geð,“ svar­ar Næss.

Vekja samúð og skapa ákefð

Andreas Sellia­as blaðamaður, eig­andi vefsíðunn­ar idrett­spolitikk.no, eða íþróttapóli­tík, seg­ir þá gerð aug­lýs­inga, sem hér er til umræðu, birt­ast inn­an um rit­stjórn­ar­efni og ætlað að líkj­ast því í fljótu bragði. VG birti í aug­lýs­ing­unni „ósíað“ efni frá kín­verskri frétta­stofu. „Mitt í allri um­fjöll­un­inni um tján­ing­ar­frelsi og mann­rétt­inda­brot í Kína birt­ast ósíaðar frétt­ir frá kín­verskri frétta­stofu, sem lýt­ur stjórn Komm­ún­ista­flokks­ins, um það sem efst er á baugi í vetr­aríþrótt­um,“ seg­ir Sellia­as við NRK.

Xinhua-fréttastofan slær því meðal annars fram í auglýsingu sinni að …
Xin­hua-frétta­stof­an slær því meðal ann­ars fram í aug­lýs­ingu sinni að Vetr­arólymp­íu­leik­arn­ir í Pek­ing séu rúm­lega 300 millj­ón­um manns gleðiefni. Am­nesty og fleiri telja aug­lýs­ing­unni í raun ætlað að sýna Kína í öðru ljósi en því sem lýs­ir upp brot gegn mann­rétt­ind­um og tján­ing­ar­frelsi. Skjá­skot/​VG

Bend­ir hann enn frem­ur á að aug­lýs­ing­in birt­ist meðan á Vetr­arólymp­íu­leik­un­um stend­ur og sé hreint kynn­ing­ar­efni frá Kína með það fyr­ir aug­um að draga upp mynd af rík­inu sem ein­hverju öðru en veldi sem legg­ur stund á mann­rétt­inda­brot gagn­vart eig­in þegn­um. „Þeir trana sér fram í því skyni að vekja samúð og skapa ákefð. Send­andi fer fram á að fá þetta birt í stærsta net­miðli Nor­egs,“ seg­ir Sellia­as í grein­ingu sinni á mála­vöxtu og klykk­ir út með því að lík­lega gildi það Xin­hua-frétta­stof­una einu hvort efni henn­ar hafi verið auðkennt sem aug­lýs­ing eður ei.

Sendi­ráðið verst fim­lega

Að lok­um leit­ar NRK álits kín­verska sendi­ráðsins í Ósló á því hvort aug­lýs­ing rík­is­frétta­stof­unn­ar kín­versku sé íþróttaþvott­ur og fær því vísað á bug með þeim rök­um að þarna sé aðeins um aug­lýs­ingu að ræða.

„Við leggj­um traust okk­ar á að all­ir hlutaðeig­andi hafi gaum­gæft siðaregl­ur norskra fjöl­miðla við meðferð þessa efn­is,“ skrif­ar sendi­ráðið í svari til NRK, „telst það ekki sam­eig­in­legt hags­muna­mál Kína og Nor­egs að laða fleiri að vetr­aríþrótt­um, styðja grænt hag­kerfi og berj­ast gegn fá­tækt?“

Bein­ir svar­andi sendi­ráðsins at­hygl­inni því næst að Norðmönn­um sem gest­gjöf­um Vetr­arólymp­íu­leik­anna árin 1952 og 1994. „Rak Nor­eg­ur þá ein­hver leyni­leg stefnu­mál? Þeir sem finna Kína allt til foráttu ráðast jafn­vel gegn hefðbundn­um aug­lýs­ing­um. Hvert verður þá þeirra næsta skot­mark og hver er hinn raun­veru­legi til­gang­ur?“ er spurt í svari sendi­ráðsins.

NRK

Aug­lýs­ing Xin­hua í VG

M24.no

Idrett­spolitikk.no

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert