Býður Biden til Kænugarðs

Volodimír Selenskí hefur boðið Joe Biden til Kænugarðs á næstu …
Volodimír Selenskí hefur boðið Joe Biden til Kænugarðs á næstu dögum. AFP

Volodimír Selenskí, for­seti Úkraínu hef­ur boðið Joe Biden Banda­ríkja­for­seta í heim­sókn til Kænug­arðs. For­set­arn­ir tveir rædd­ust við í dag um Úkraínu­deil­una en spenn­an magn­ast enn á landa­mær­um Úkraínu og Rúss­lands.

„Ég er sann­færður um að heim­sókn þín til Kænug­arðs á næstu dög­um gæti sent sterk skila­boð og hjálpað við að koma jafn­vægi á ástandið,“ er haft eft­ir Selenskí en sím­tal þeirra varði í um 50 mín­út­ur. 

Ekk­ert var minnst á heim­boðið til Kænug­arðs í frétta­til­kynn­ingu frá Washingt­on í dag. 

„Leiðtog­arn­ir tveir sam­mælt­ust um mik­il­vægi þess að fara diplóma­tíska leið vegna hernaðaraðgerða Rúss­lands á landa­mær­um Úkraínu,“ sagði í til­kynn­ing­unni. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert
Loka