Lést á sama stað og hann bað eiginkonunnar

Austurhlið fjallsins Helvellyn.
Austurhlið fjallsins Helvellyn. Ljósmynd/Wikipedia.org

Fyrr­ver­andi lækn­ir hjá enska knatt­spyrnuliðinu Manchester City lést eft­ir að hafa fallið 100 metra fram af hömr­um í þjóðgarðinum Lake District þar sem hann hafði beðið eig­in­konu sinn­ar 27 árum áður.

Dr. Jamie Butler féll fram af hömr­un­um eft­ir hafa verið í fjall­göngu með eig­in­konu sinni Marga­ret, á síðasta ári. Þau höfðu ákveðið að snúa aft­ur til fjalls­ins og finna ná­kvæm­lega sama stað og þegar hann bar upp bón­orðið árið 1994, að sögn The Guar­di­an.

Rann­sókn leiddi í ljós að Butler, sem var 54 ára, hafi að öll­um lík­ind­um fallið á sama tíma og þoka var á svæðinu og erfitt að sjá fram fyr­ir sig þenn­an dag, 2. nóv­em­ber.

Þegar þau komu að bón­orðsstaðnum Striding Edge, áður en farið er á topp fjalls­ins Hel­vellyn, var Marga­ret of þreytt til að halda áfram. Eig­inmaður henn­ar ákvað þá að halda einn áfram, sam­kvæmt niður­stöðum rann­sókn­ar­inn­ar.

Í yf­ir­lýs­ingu eig­in­kon­unn­ar sem birt­ist í skýrsl­unni sagðist hún hafa séð mann sinn ganga á brott í þok­unni. Eft­ir að hún kallaði á eft­ir hon­um án þess að fá svar hringdi hún í lög­regl­una.

Björg­un­ar­sveit­ar­menn fundu Butler fyr­ir neðan ham­ar­inn, með ým­iss kon­ar meiðsli. Meðal ann­ars hafði hann höfuðkúpu­brotnað og var hann í fram­hald­inu úr­sk­urðaður lát­inn.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert