Kosið um umdeild neyðarlög í kvöld

Lögreglan handtók 191 mótmælanda um helgina.
Lögreglan handtók 191 mótmælanda um helgina. AFP

Kanadíska þingið þurfti að fresta fund­um sín­um á föstu­dag­inn vegna ótta við óeirðir milli mót­mæl­enda og lög­reglu, en hörð mót­mæli gegn ráðstöf­un­um vegna kór­ónufar­ald­urs­ins hafa staðið yfir frá því í janú­ar. Lög­regl­an í Ottawa sagði að um­deild ákvörðun stjórn­valda um setn­ingu neyðarlaga hefði flýtt fyr­ir aðgerðum, en alls var 191 mót­mæl­andi hand­tek­inn um helg­ina.

Stjórn­völd hafa varið ákvörðun sína um að beita neyðarlög­un­um til að eðli­legt líf geti haldið áfram í land­inu. Lög­in heim­ila mun meira inn­grip í fjölda­mót­mæli og hef­ur aldrei verið beitt áður í sögu lands­ins. Ekki eru all­ir sam­mála stjórn­völd­um og sagði Candice Ber­gen, bráðabirgðaformaður Íhalds­flokks­ins, að Trudeau for­sæt­is­ráðherra hefði skapað þetta ástand sjálf­ur með því að skipta þjóðinni í and­stæðar fylk­ing­ar.

Sam­tök borg­ara­legra rétt­inda í Kan­ada (CCLA) hyggj­ast fara í mál gegn rík­inu um brot á stjórn­ar­skrár­vörðum rétt­ind­um borg­ar­anna. Einnig hafa Am­nesty In­ternati­onal lýst yfir áhyggj­um af broti á mann­rétt­ind­um í Ottawa.

Á laug­ar­dag kom til átaka milli lög­reglu og mót­mæl­enda og beitti lög­regl­an piparúða og kylf­um og dró burt vöru­bíla sem tálmuðu um­ferð.

Í kvöld mun kanadíska þingið svo­greiða at­kvæði um hvort rétt­læt­an­legt hafi verið að nota neyðarlög­in gegn mót­mæl­end­um í Ottawa.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert