G7-ríkin samþykkja nýjar refsiaðgerðir

Fulltrúar G7-ríkjanna funduðu um nýjar refsiaðgerðir gegn Rússum í dag.
Fulltrúar G7-ríkjanna funduðu um nýjar refsiaðgerðir gegn Rússum í dag. AFP

G7-ríkin hafa samþykkt að beita Rússa enn harðari refsiaðgerðum fyrir innrás þeirra í Úkraínu.

Þessu tísti Joe Biden Bandaríkjaforseti að loknum fundi hans með fulltrúum frá sjö helstu iðnríkjum heims, þ.e. Bretlandi, Kan­ada, Frakklandi, Þýskalandi, Ítal­íu, Jap­an og Banda­ríkj­un­um, sem fór fram klukkan tvö að íslenskum tíma í dag.

„Í morgun hitti ég fulltrúa G7-ríkjanna til að ræða óréttmæta árás Pútíns forseta á Úkraínu og samþykktum við að beita Rússa enn harðari þvingunum og refsiaðgerðum en við höfum gert hingað til. Við stöndum með hugrökkum íbúum Úkraínu,“ segir í tístinu.

Bann við útflutningi

Banda­rísk­ir emb­ætt­is­menn segja nýju refsiaðgerðirn­ar munu bein­ast að öðrum og stærri rúss­nesk­um bönk­um, og fleiri auðjöfr­um sem tengj­ast Pútín Rúss­lands­for­seta. Þá munu aðgerðirn­ar einnig fela í sér bann við út­flutn­ingi á há­tækni­búnaði og íhlut­um til Rúss­lands.

Ekki liggur fyrir hvaða refsiaðgerðir G7 ríkin samþykktu á fundi sínum í dag.

Joe Biden hyggst þó ávarpa bandarísku þjóðina í beinni útsendingu frá Hvíta húsinu í kvöld og má búast við því að nýju refsiaðgerðirnar gegn Rússum verði kynntar þá.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka