Bandaríkin höfnuðu í dag tilboði Rússlands um viðræður við Úkraínu og kröfðust þess að yfirvöld í Rússlandi sýni vilja sinn fyrir friðsamlegri lausn með því að draga rússneskt herlið frá Úkraínu.
Í kjölfar innrásar Rússa í Úkraínu „erum við nú að sjá Moskvu stinga upp á því að viðræður fari fram við byssuhlaup. Það er ekki raunveruleg diplómasía,“ sagði upplýsingafulltrúi utanríkisráðuneytis Bandaríkjanna, Ned Price, í dag.
Í yfirlýsingu frá yfirvöldum í Kreml fyrr í dag kom fram að Vladimír Pútín Rússlandsforseti væri reiðubúinn að senda sendinefnd til Minsk, höfuðborgar Hvíta-Rússlands, vegna viðræðna við Úkraínu.
Úkraínsk yfirvöld hafa ekki brugðist við meintum vilja Rússa til viðræðna.