Hersveitir Rússlands nálgast nú Kænugarð á ógnarhraða samkvæmt úkraínskum og bandarískum yfirvöldum. Eldflaugum var skotið á borgina snemma í morgun.
Varnarmálaráðherra Bandaríkjanna Lloyd Austin sagði í samtali við löggjafa þar í landi að herlið sem réðst inn í Úkraínu frá Hvíta-Rússlandi nálgast borgina og sé nú um 30 kílómetra fyrir utan hana. Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, hefur varað við umsátri um Kænugarð.
Volodymyr Zelenskí forseti Úkraínu sagði í yfirlýsingu fyrr í nótt að rússnesk yfirvöld telji hann vera „skotmark númer eitt“. Hann hafi þó ekki yfirgefið borgina og standi það ekki til sem stendur.
Dmytro Kuleba, utanríkisráðherra Úkraínu, sagði eldflaugaárásina sem gerð var á Kænugarð í nótt vera „hryllilega“. Bar hann árásina saman við árásir nasista á borgina í síðari heimsstyrjöld.
Horrific Russian rocket strikes on Kyiv. Last time our capital experienced anything like this was in 1941 when it was attacked by Nazi Germany. Ukraine defeated that evil and will defeat this one. Stop Putin. Isolate Russia. Severe all ties. Kick Russia out of everywhete.
— Dmytro Kuleba (@DmytroKuleba) February 25, 2022