Rússland: Brátt verður ekki aftur snúið

Rússnesk lögregla á Rauða torginu í gærkvöldi gætti þess að …
Rússnesk lögregla á Rauða torginu í gærkvöldi gætti þess að þar yrði ekki mótmælt. AFP

Stjórnvöld í Kreml segja að samband Rússlands við Vesturlönd sé að nálgast þann stað þar sem „ekki verður aftur snúið“.

Þetta eru viðbrögð Kremlar eftir að fjöldi ríkja hefur tilkynnt ýmiss konar efnahagsþvinganir gegn Rússlandi vegna innrásar hersins í Úkraínu.

„Við höfum náð línunni þar sem ef gengið er lengra þá verður ekki aftur snúið,“ sagði talskona rússneska utanríkisráðuneytisins, Maria Zakharova, í rússneska ríkissjónvarpinu seint í kvöld.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert