Rússland: Brátt verður ekki aftur snúið

Rússnesk lögregla á Rauða torginu í gærkvöldi gætti þess að …
Rússnesk lögregla á Rauða torginu í gærkvöldi gætti þess að þar yrði ekki mótmælt. AFP

Stjórn­völd í Kreml segja að sam­band Rúss­lands við Vest­ur­lönd sé að nálg­ast þann stað þar sem „ekki verður aft­ur snúið“.

Þetta eru viðbrögð Kreml­ar eft­ir að fjöldi ríkja hef­ur til­kynnt ým­iss kon­ar efna­hagsþving­an­ir gegn Rússlandi vegna inn­rás­ar hers­ins í Úkraínu.

„Við höf­um náð lín­unni þar sem ef gengið er lengra þá verður ekki aft­ur snúið,“ sagði talskona rúss­neska ut­an­rík­is­ráðuneyt­is­ins, Maria Zak­harova, í rúss­neska rík­is­sjón­varp­inu seint í kvöld.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert
Loka