Skriðdreki valtaði yfir bíl á ferð í Kænugarði

Atvikið náðist á mynd í norðurhluta Kænugarðs.
Atvikið náðist á mynd í norðurhluta Kænugarðs. Skjáskot úr myndskeiðinu

Svo virðist sem rússneskum skriðdreka hafi verið ekið yfir úkraínskan borgara þar sem hann keyrði um götu Obolon-hverfis í norðurhluta Kænugarðs fyrr í dag.

Á myndskeiði sem flogið hefur hratt um samfélagsmiðla í Úkraínu má sjá hvernig skriðdrekinn tekur sérstaklega sveigju á leið sinni til að keyra yfir bifreiðina.

Rétt er að vara við því myndefni sem hér fer á eftir, sem gæti vakið óhug. 

Fregnir herma að bílstjórinn, sem var eldri maður, hafi sloppið á ótrúlegan hátt með lítilsháttar áverka.

Annað sjónarhorn náðist einnig á mynd:

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert