Skriðdreki valtaði yfir bíl á ferð í Kænugarði

Atvikið náðist á mynd í norðurhluta Kænugarðs.
Atvikið náðist á mynd í norðurhluta Kænugarðs. Skjáskot úr myndskeiðinu

Svo virðist sem rúss­nesk­um skriðdreka hafi verið ekið yfir úkraínsk­an borg­ara þar sem hann keyrði um götu Obolon-hverf­is í norður­hluta Kænug­arðs fyrr í dag.

Á mynd­skeiði sem flogið hef­ur hratt um sam­fé­lags­miðla í Úkraínu má sjá hvernig skriðdrek­inn tek­ur sér­stak­lega sveigju á leið sinni til að keyra yfir bif­reiðina.

Rétt er að vara við því mynd­efni sem hér fer á eft­ir, sem gæti vakið óhug. 

Fregn­ir herma að bíl­stjór­inn, sem var eldri maður, hafi sloppið á ótrú­leg­an hátt með lít­ils­hátt­ar áverka.

Annað sjón­ar­horn náðist einnig á mynd:

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert