Ná fyrstu mikilvægu borginni á sitt vald

Hart hefur verið barist í Úkraínu undanfarna sólarhringa.
Hart hefur verið barist í Úkraínu undanfarna sólarhringa. AFP

Rússneska varnarmálaráðuneytið staðfesti í morgun að þarlendar hersveitir hefðu náð stjórn á borginni Melitopol í suðausturhluta Úkraínu. 

Samkvæmt erlendum fréttamiðlum er um fyrstu stóru borgina utan svæðis aðskilnaðarsinna í austri sem Rússar ná á sitt vald síðan innrás þeirra í Úkraínu hófst í vikunni.

Um 150 þúsund manns búa í borginni.

Árásir Rússa á hinar ýmsu borgir í Úkraínu héldu áfram í nótt. Beittu þeir eldflaugum sem skotið var úr herflugvélum og einnig úr skipum sem eru við strendur Úkraínu í Svartahafi.

 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert