Stærstu flugvél heims, Antonov AN-225, hefur verið grandað af innrásarher Rússa. Frá þessu greinir Dmytro Kuleba, utanríkisráðherra Úkraínu.
Flugvélin hefur verið kölluð Mriya sem þýðir Draumur á úkraínsku.
Flugvélin var hönnuð og byggð á síðustu árum Sóvíetríkjanna. Hún var upprunalega byggð til þess að bera geimskutlur.
Hún hefur verið notuð sem fraktflugvél en hefur lítið flogið undanfarin ár.
This was the world’s largest aircraft, AN-225 ‘Mriya’ (‘Dream’ in Ukrainian). Russia may have destroyed our ‘Mriya’. But they will never be able to destroy our dream of a strong, free and democratic European state. We shall prevail! pic.twitter.com/TdnBFlj3N8
— Dmytro Kuleba (@DmytroKuleba) February 27, 2022