Kjarnorkusveitir Rússa í viðbragðsstöðu

Vladimir Pútín, forseti Rússlands.
Vladimir Pútín, forseti Rússlands. AFP

Vla­dimir Pútín, for­seti Rúss­lands, hef­ur fyr­ir­skipað þeim her­sveit­um Rússa sem sjá um fæl­ing­ar­vopn að vera í viðbragðsstöðu. Und­ir slílk vopn flokk­ast meðal ann­ars kjarn­orku­vopn.

For­set­inn seg­ir þetta gert vegna „óvin­sam­legra“ aðgerða Vest­ur­velda gegn Rússlandi.

Pútín greindi frá því áður en inn­rás­in í Úkraínu hófst að ríkið búi yfir kjarn­orku­vopn­um.

Pekka Haavisto, ut­an­rík­is­ráðherra Finn­lands, sagði í gær að hann teldi að Rúss­ar gætu verið til­bún­ir til að nota kjarn­orku­vopn í inn­rás­inni.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert