Vladimir Pútín, forseti Rússlands, hefur fyrirskipað þeim hersveitum Rússa sem sjá um fælingarvopn að vera í viðbragðsstöðu. Undir slílk vopn flokkast meðal annars kjarnorkuvopn.
Forsetinn segir þetta gert vegna „óvinsamlegra“ aðgerða Vesturvelda gegn Rússlandi.
Putin: "Western countries aren't only taking unfriendly economic actions against our country, but leaders of major Nato countries are making aggressive statements about our country. So I order to move Russia's deterrence forces to a special regime of duty." pic.twitter.com/AC1yHncqZc
— max seddon (@maxseddon) February 27, 2022
Pútín greindi frá því áður en innrásin í Úkraínu hófst að ríkið búi yfir kjarnorkuvopnum.
Pekka Haavisto, utanríkisráðherra Finnlands, sagði í gær að hann teldi að Rússar gætu verið tilbúnir til að nota kjarnorkuvopn í innrásinni.