Volodimír Zelenskí, forseti Úkraínu, sagði Rússa beina sprengjum að íbúabyggð í Úkraínu og að nýliðin nótt hafi verið erfið fyrir marga Úkraínumenn.
„Nóttin var skelfileg. Stöðug skothríð þar sem skotið var á íbúabyggð og innviði,“ sagði Zelenskí í ávarpi í morgun.
„Nú er svo komið að innrásarherinn telur allt í okkar landi ásættanlegt skotmark og þeir berjast gegn öllum. Þeir berjast gegn öllum lifandi hlutum,“ sagði Zelenskí og bætti við að Rússar beini sprengjum sínum að leikskólum, blokkum og jafnvel sjúkrabílum.
⚡️Zelensky: They lied they wouldn't touch the civilians, but from the first hours of the invasion, Russian troops were attacking civilian infrastructure.
— The Kyiv Independent (@KyivIndependent) February 27, 2022
They deliberately chose tactics to strike at people and everything that makes life normal - electricity, hospitals, homes.
Enn fremur beini Rússar eldflaugum að heilu hverfunum þar sem aldrei hafi verið neitt sem tengdist úkraínska hernum.
„Aðstæður í mörgum borgum hafa ekki verið svona slæmar síðan í seinni heimsstyrjöldinni,“ sagði forsetinn.