Vill tafarlausa inngöngu í Evrópusambandið

Zelenskí í ræðu sinni í morgun.
Zelenskí í ræðu sinni í morgun. AFP

Volodymír Zelenskí, forseti Úkraínu, hefur hvatt Evrópusambandið til að veita landinu inngöngu í sambandið þegar í stað.

„Við biðjum Evrópusambandið um að veita Úkraínu þegar í stað inngöngu með nýju, sérstöku úrræði,” sagði Zelenskí.

„Markmið okkar er að vera hluti af öllum Evrópubúum og það sem er enn mikilvægara, að sitja við sama borð. Ég tel það vera réttlátt. Ég tel það vera mögulegt.”

Hann hvatti rússneska hermenn einnig til að leggja niður vopn sín og yfirgefa Úkraínu, en innrás Rússa hefur nú staðið yfir í fimm daga.

„Leggið niður vopn ykkar. Komið ykkur í burtu. Ekki trúa yfirmönnum ykkar. Ekki trúa áróðursmeisturunum. Bjargið bara lífum ykkar,” sagði hann.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka